Prinsessan á Bauninni

Ég var að láta laga hnéin mín í gær og get ekki labbað nein ósköp en smá þó.  Mér er þjónað eins og ég sé prinsessan á bauninni, alveg stjanað í kringum mig og allt.  Ég hef reyndar alltaf verið frekar dekruð á heimilinu en núna er það alvöruGrin.

Ég fór ( staulaðist) í gær á kynningu á fjarnámi við Háskólann á Akureyri og þetta var frábær kynning og ég er orðin svo spennt yfir því að byrja, veit ekki hvort ég get beðið fram á haustið ég hlakka þvílíkt til.

Ég er nú nokkuð bjartsýn á að geta farið í allskyns göngur í sumar, bæklunarlæknirninn  sagði að það hefði ekki verið mikið rifið en einhverjir örvefir sem hann lagaði og ég ætti bara að vera þokkalega fljót að jafna mig þessu öllu saman.  Eins gott því að ég er búin að skipuleggja svo margar gönguferðir í sumar að ég geng örugglega af göflunum W00t.

Ætla að nota tímann og reyna að ná einhverjum skilningi á þessari %&$#"/ efnafræði.

Hafið það sem best.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband