30.3.2008 | 19:47
Á svo góðan mann..
Á föstudaginn hélt gellan okkar afmælispartý og allt í lagi með það en húsmóðirin tók þennan dag í að liggja upp í rúmi. En það var sko ekkert vandamál á bænum Diddi tók þetta bara allt að sér og bakaði meira að segja franska súkkulaðiköku handa skvísunum svo að ég fékk bara að liggja í rúminu í þunglyndinu mínu.
Á laugardaginn fórum við á Jesus Christ Súperstar, ég, Diddi, Örvar og Telma og það var bara mjög gaman. Ekki var ég alveg komin upp úr þunglyndinu svo að ég naut þess kannski ekki sem skyldi en þetta var góð tilbreyting.
Í dag sunnudag héldum við upp á afmæli, buðum fjölskyldunni í kaffi og það mætti fullt af fólki, bara gaman að fá þau í kaffi.
En er frekar lúin með hausverk dauðans, þarf líklega að fara á morgun og láta sprauta í hausinn á mér, og ætla að reyna í leiðinni að fá sprautað einhverjum skilningi á eðlis,- og efnafræði þetta er bara fag sem ég skil alls ekki, bara ekki því miður. Ég þarf að ná 4.5 úr prófunum og vetrareinkunn svo að ég verð bara að krossa fingur og lesa meira
vonandi hefst þetta allt saman.
Ætla að fara að læra frönsku, skil hana allavega betur en eðlis og efnafræði.
Bestu kveðjur....
Athugasemdir
Bestu kveðjur til þín og vonandi líður þér betur. Vildi að það væri hægt að sprauta einhverjum svona skilningi í hausinn á manni ...það væri bara snilld.
Ólöf , 31.3.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.