27.3.2008 | 18:52
Enn einn sigur....
Ég fór í vettvangsferð í dag, fór í Gunnarsholt ásamt 40 öðrum nemendum, þetta var mjög skemmtileg ferð og fróðleg.
Ég fór að hugsa um hversu langt ég hef komist á ekki lengri tíma, mér fannst ekkert sjálfsagðara en að fara í þessa ferð en á leiðinni rann það upp fyrir mér að fyrir þremur árum hefði það ekki verið svo sjálfsagt! Reyndar er ég alveg búin á því, hélt að ég væri að verða veik en held að þetta sé bara svona eftirá sjokk og lægðin sem er að ganga yfir að gera mér grikk
Svo á að fara eftir hálfan mánuð í Hellisheiðarvirkjun og ég hlakka bara til.
Telma mín á afmæli í dag, hún er fimmtán ára skvísan, eiginlega finnst mér hún alltaf vera svona 5 árum yngri en svona er þetta bara. Við ætlum að hafa afmæli á sunnudaginn og vonandi komast sem flestir
Hann Einsi minn ætlar að halda upp á afmælið með Telmu, hann varð 8 ára á páskadag svo að þetta verður stórveisla.
Knús á línuna
Athugasemdir
Til lukku með dömuna
Dísa Dóra, 27.3.2008 kl. 19:41
Sendi hér afmæliskveðjur til Telmu
Og ég ætla að kíkja í kaffi á sunnudag, þar sem kökur eru kem ég...sérstaklega þessa dagana
Sigga (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:56
Innilega til hamingju með stóra barnið í gær
Mér finnst nú bara eins og það hafi verið í gær sem ég var hjá ykkur að passa hana, þá var hún pínku pons!!
Sjáum til með veisluna á sunnudaginn
erum boðin í tvö afmæli þann daginn en verðum þó bara vonandi upptekin í öðru...hehehe Sjáum þó til!!!
Fríður Sæmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.