Andvaka og orðin kelling

Ég er andvaka og bara get ekki sofnað hvernig sem ég reyni, ég er yfirleitt sofnuð upp úr tíuSleeping en núna gengur mér ekkert að sofna.

Ég held að ég sé orðin kelling vegna þess að ég bakaði rúmlega 100 pönnsur í dag og í gær,  passíusálmarnir eru alltaf lesnir í Hrepphólum á Föstudaginn langa og það er safnaðarnefnd sem sér um kaffið og ég er í þeirri nefnd og þurfti að baka slatta af pönnukökum og hafði aldrei bakað svoleiðis fyrr.  Þær voru svona og svona í fyrstu og flestar matarmiklar, en ég var orðin alveg helv.. góð á þeirri hundruðustu.  Alla vega voru þær borðaðar og ég hef ekki frétt af neinu andláti í sveitinniUndecided (ennþá).  Mér finnst þetta vera merkið um það að vera komin í fullorðinna kvenna tölu, sem sagt kellingHalo.

Það var járnað á bænum í gær , Telma mín var hálflasin svo að hún fékk ekki að fara út svo að við hjónin fórum í stuttan reiðtúr í dag sem var bara mjög gaman,  enda frábært veður, sól og (næstum því) logn.  Á morgun ætlum við Telma að fara ef að hún er eitthvað skárri og ég verð ekki mjög stirð...enda orðin kellingTounge

Hafið það sem best yfir Páskana... auglýsi eftir einhverjum sem vill koma með mér í messu kl átta á páskadagsmorgun.

Knús á línuna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlaut nú að koma að því einhverntíma að þú yrðir kelling  En þú berð þann titil nú bara vel og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur

Sigga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband