gaman að hitta ættingjana...

Var í fermingarveislu áðan... Mikið er gaman að hitta stórfjölskylduna, maður hittir þetta fólk alltof sjaldan.  Börnin stækka og breytast sum eru orðin ráðsett með börn og annað hefur vaxið manni yfir höfuð og ég eldist bara ekki neittW00t.

Ég er búin að vera eitthvað svo þreytt en komst að því að ég hef verið að vorkenna sjálfri mér og ekki farið út að labba en fór í morgun og er allt önnur manneskja.  Nú verður engin miskun, nú verður farið út að labba á hverjum degiCool Enda ef veðrið verður eins og það var í dag, sól og logn, þá er það bara dásamlegt.

Ég hef verið að hugsa um þunglyndið mitt, hvernig það lýsir sér og hvað ég get gert til að koma í veg fyrir köstin,  kannski vegna þess að ég hef reynt það á eigin skinni hvernig það er að horfa á einhvern þjást af þessum ófögnuði, en þó að ég geti kannski ekki komið í veg fyrir köstin þá get ég reynt að gera þau auðveldari fyrir þá sem standa mér næst.  Ég verð að hugsa um þetta svolítið lengur... hugs...hugs...

Nú er ég alveg að deyja úr spenningi, það er von á fjölgun hjá  skáfrænku minni sem ég held mikið upp á, henni Fríði, hún er sett á miðvikudaginn.... þetta er svoooo spennandi.  Ég hlakka til að sjá STELPUNAWink(óstaðfestur grunur)

Hafið það sem best og farið út að labbaJoyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Hæhæ Jóna mín

Ójá, spennan magnast en ekkert bólar á krílinu Væri alveg til í að eitthvað fari að gerast en maður verður bara að vera þolinmóður!!!! Ætli þetta verði ekki bara páskaungi

En við biðjum að heilsa...sendum sms þegar krúttið mætir á svæðið

Fríður Sæmundsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband