Nú skil ég....

Hvernig það er að horfa á einhvern þjást af andlegum sjúkdómi og geta ekkert gert.  Ég tek ofan fyrir þeim sem hafa staðið á hliðarlínunni og hafa þjáðst vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir geta gert.  Ég hef staðið í þessum sporum undanfarið og það hefur verið rosalega erfitt, því að ég veit hvað er að gerast og það getur enginn borið þessa byrði fyrir mann þó að allir séu af vilja gerðir, þannig að mér hefur verið illt í hjartanu og samt innilega þakklát fyrir þá sem hafa staðið á hliðarlínunni hjá mér þegar ég hef verið langt niðri.

Ég er að fara á hjónaball á eftir, þetta er flottasta samkoma sveitarinnar og allir konurnar í síðkjólum karlarnir í jakkafötum.  Þetta er mjög skemmtileg samkoma og flottur matur og gaman.

En eitt sem fylgir svona samkomum er ekki alveg jafnskemmtilegt, það er svo sorglegt að sjá konur og karla sem komu í sínu fínasta pússi verða ofurölvi og standa ekki á löppunum, búið að æla sig allt út og  mér finnst þetta alltaf svo sorglegt af því að þetta þarf ekki að vera svona.  Mér finnst í góðu lagi að fólk fái sér í aðra tána og skemmti sér, það er ekkert að því.

Á morgun fer ég, ásamt mömmu og systrum mínum í Óperuna að sjá La Travíata, fyrst ætlum við að fara og borða í Perlunni svo að þessi helgi fer í át og skemmtanir, ekki amalegt það!

En læt þetta duga í bili, er bara nokkuð vel stemmd og hef það gott ( kannski of gott) en nýt þess.

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Góða skemmtun um helgina.

Ólöf , 8.3.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Dísa Dóra

Góða skemmtun skvís

Dísa Dóra, 8.3.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Unnur R. H.

Góða skemmtun og hafðu það sem best:)

Unnur R. H., 8.3.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband