Tíminn líður hratt ( á gervihnattaöld)

Haldið þið ekki að það sé bara kominn mars, var að telja upp næstu viðburði sem ég ætla á, þá verður sumarið komið áður en ég veit af, næstu helgi er hjónaball, síðan fermingarveisla, svo páskarnir og þá er hér um bil kominn apríl og það er síðasti mánuðurinn í skólanumW00t, þetta líður alltof hratt.  En ég hlakka til allra þessara atburða.

Lífið var ljúft í Köben, ég komst upp í sívalaturn, búin að ætla mér það síðan ég fór síðast til Danmerkur því að ég beið niðri ( treysti mér ekki upp) meðan Diddi fór upp, svo að ég náði takmarki mínu.  En annars fannst mér þessi ferð eins og ein átveisla, hver steikin á fætur annarri, bara frábært og rauðvín með.Tounge

Reyndar fékk kast eftir að ég kom heim, er mjög oft þannig, því að það er eins og ég þurfi að refsa mér fyrir góðu stundirnar.  Var ömurlega leiðinleg og fúlAngry, vildi ekkert gera nema éta og sofa en sem betur fer er ég með þetta lyf sem hjálpar mér´, þetta tekur þá fyrr af þó að þetta sé ömurlegt á meðan á því stendur.

Annars fer ég til bælkunarlæknis á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hvað verður gert við hnén á mér ( kannski bara tekin af við öxlSideways) En vonandi verður eitthvað gert sem fyrst svo að ég geti farið að ganga eitthvað að ráði afturCool

Hafið það sem allra best....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Ég rakst inn á bloggið þitt og sá í færslu hér neðar að þú værir að hugsa um að skella þér í iðjuþjálfanám. Ég mæli hiklaust með því að þú skellir þér. Ég flutti norður í ágúst og byrjaði í þessu námi og það er ótrúlega skemmtilegt :-)

Og ekki efast um að þú getir þetta, Þú getur bara komið í heimsókn til mín ef þú verður einmanna í innilotum.

Gangi þér vel.

Kveðja Sibba. 

Sibba gamla skólasystir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Unnur R. H.

Gott hvað þú ert fljót upp aftur...Það er nefnilega svooo vont að detta niður. hafðu það sem allra best :)

Unnur R. H., 8.3.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband