17.2.2008 | 19:45
Hölt eða geðvond....
Ég er með rifinn liðþófa í hné, reyndar báðum en meira í því hægra svo að þegar ég geng verð ég hölt en svo komst ég að því að ég verð alveg hrrrrrikalega
geðvond þegar ég get ekki farið út að labba svo að ég ákvað það að það sé betra að vera haltur en geðvondur, ég er nokkuð viss um að fjölskylda mín er alveg sammála því
.
Ég varð ferlega pirruð og óörugg með vinnu mína í síðustu viku og er eiginlega bara rétt að jafna mig núna, er rólegri og öruggari með vinnuna mína, því að ég legg mig alltaf mikið fram við öll verkefni og ef að einhver sem er í hóp með mér finnst það ekki nógu gott þá verður hann að eiga það við sig. ´
Þó að ég sé miklu betri af félagsfælninni þá finn ég það að ég má ekki við miklu, eins og dæmin sýna kannski, ég er alltaf óskaplega fljót að efast um sjálfa mig og það sem ég geri. Vonandi lagast þetta allt smátt og smátt, það er betra að það komi þannig heldur en að fara alltof geyst og verða síðan að gefa allt frá sér og enda í þunglyndiskasti
En ég er að fara til kóngsins Köbenhavn á miðvikudaginn og ætla ekki að láta eitthvað svona skemma fyrir mér, ætla að fara á reef´n beef og fá mér krókódíl, mmmmm besta kjöt sem ég hef smakkað.
Vi ses... knus og kram ( gæti verið norskuskotið en skiptir ekki öllu máli)
Athugasemdir
Góða ferð til Köben !!! Bara frábær borg. En er krókudíll í alvöru góður ? Ég hef einmitt heyrt vel látið af reef´n beef en ekki farið þangað ennþá. Bestu kveðjur.
Ólöf , 18.2.2008 kl. 09:34
Nú verður þú að drekka djamma og eta fyrir okkur báðar því við förum ekki með núna þú skilar kveðju frá okkur ég vildi óska þess aðvið værum að fara með kveðja Dísa og Tommi
Dísa (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:35
Krókódíll er alveg ofboðslega góður, hann er svo einhvern vegin á milli kjúklings og skötusels alveg frábær matur
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 19.2.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.