Jamm og jæja

Ég fór á háskólakynningar í dag og ég er alveg búin að ákveða hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór,  ég var svo sem búin að ákveða að fara í iðjuþjálfun og ég styrktist enn í þeirri ákvörðun.  Það eina sem mér finnst slæmt við það er að ég þarf að fara til Akureyrar tvisvar á önn.  Ekki það að mér finnist Akureyri leiðinleg eða akureyringar leiðinlegir, þetta er bara það að þá þarf ég að fara að heiman, jafnvel án þess að hafa karlinn minn með mér.FootinMouth 

 Ég veit vel að ég er fullorðin manneskja og að ég á ættingja þarna norður frá en mér finnst óskaplega erfitt að hafa ekki fólkið mitt í kringum mig, ég fæ alltaf kvíðakast og verð ómöguleg vegna þessa.  Mér finnst þetta bara erfittFrown.

En ég ætla ekki að láta þetta koma í veg fyrir að ég læri iðjuþjálfun,  ef þess þarf þá verður minn elskulegi eiginmaður bara að fylgja mér, svona í fyrsta skiptið allavega.

En það er ekki alveg komið að þessu svo að ég sef alveg róleg ennþáWink

Hafið það sem best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Úff vildi að ég vissi hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór !!   Bestu kveðjur kveðjur.

Ólöf , 17.2.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband