6.2.2008 | 20:10
blaa
Veit svo sem ekki hvað ég ætti að segja...
Ég hef það bara gott, bara. Sjálfshjálparhópurinn hittist í gær og við vorum fjögur sem mættum og mér fannst það frábært vegna þess að í síðustu tvö skipti spjallaði ég við sjálfa mig og þó að ég sé skemmtileg þá er eitt skipti alveg nóg en færð og veður hafa sett strik í reikninginn, þessi fundur í gær var mjög góður og ég hafði mjög gott af honum.
Fyrsti fundurinn í Fsu verður á mánudaginn fyrir unga fólkið, get nú ekki neitað því að ég er að fá góðan kvíðahnút í magann og þær hugsanir eru duglegar að stinga upp kollinum að ég eigi nú ekkert að vera að þessu, þetta sé nú ekki mitt mál (ég veit, púkinn minn hefur hátt) en ég reyni bara að hlusta ekki á sjálfa mig
Ég vaknaði kl 6:30 til að mála stelpu sem fór dulargervi í skólann sem köttur í draugsgervi. Orðin svolítið þreytt svo ég ætla að fara bráðum upp í rúm......
Knús á línuna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.