1.2.2008 | 17:45
hænsn....
Ég er ekkert alltof ánægð með mig í dag....
Ég er í nefnd hjá kvenfélaginu sem sér um þorrablótið og ætlaði að taka þátt í skemmtiatriðum, en þar sem þetta var farið að hamla daglegum störfum mínum s.s. prófalestri og þ.h. þá fékk ég að hætta við það. EN núna er ég hundóánægð með að hafa dregið mig útúr þessu því að það er ósigur fyrir mig, ég tek öllu svona sem áskorun og ég bara stóðst ekki þessa.
En maðurinn minn elskulegur þekkir mig betur en ég sjálf og benti mér á að það þýðir ekki að taka einhver risaskref heldur hænuskrefin væru líklegri til árangurs. Og það er alveg rétt, en mér finnst ég vera algjör hæna því að ég gat þetta ekki
Ætla að skemmta mér á þorrablóti og njóta þess að horfa á skemmtiatriðin sem ég tek ekki þátt í
Athugasemdir
Phu, ef það er merki um að maður sé lasinn að geta ekki gert ALLT þá er ég hrikalega hundveik. Sennilega best að leggjast inná bráðadeild STRAX svona til öryggis (he he)
Bestu kveðjur
Unnur, sem er friðlaus af tilhlökkun(en hreint ekkert lasin) því ég er fara á fjöll á morgun
unnur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:49
Veistu, þú er alveg rosalega dugleg að vera í svona námi og að standa þig eins og þú gerir...Hlúðu að þér og þú getur allt
Unnur R. H., 5.2.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.