30.1.2008 | 08:33
Geðsjúkdómar
Mikið fór það í taugarnar á mér að Ólafur F skyldi ekki segja hvað hrjáði hann, í stað þess að segja: ég hef verið langt niðri hefði hann geta sagt: Ég er með þunglyndi.. geðhvörf eða hvað sem er. Þegar menn sem eru í sviðsljósinu og læknir að auki getur ekki komið fram og sagt frá því á mannamáli hvað er að honum heldur að fara í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut, hvernig á maður að búast við að Jón og Gunna út í bæ tali opinskátt um sín geðrænu veikindi?
Mér finnst þetta ekki hjálpa upp á að minnka fordómana, ég held að geðsjúkir séu sjálfir með mikla fordóma, halda að fólk hafni þeim ef að það þeir segja að það er eitthvað að þeim á geði. Ég veit að það er mjög erfitt að standa upp og segja: Ég er með þunglyndi, félagsfælni, kvíða. Þessir sjúkdómar eru erfiðir vegna þess að það sést í flestum tilfellum ekki okkur hvort að við séum eitthvað veik.
Íslenski hugsunarhátturinn, "það blæðir hvergi, hættu þessum aumingjaskap", er mjög sterkur í þjóðarsálinni og því miður virðist hann ekki vera á neinu undanhaldi. Því miður er það nú svo að sumir fá þessa sjúkdóma og það verður þannig áfram, til að auðvelda þeim sem eiga eftir að greinast með geðsjúkdóma ættum við sem erum "gömul í hettunni" að vera opinská um okkar geðsjúkdóma og opna þannig umræðuna um þá.
Ég veit...hættu þessu tuði
Hafið það gott
Ég heiti Jóna Heiðdís og er með þunglyndi, félagsfælni og kvíða en er í bata
Athugasemdir
Svo algjörlega sammála þér og var einmitt að karpa um þetta við eina í gær.
Dísa Dóra, 30.1.2008 kl. 09:17
Svona á að gera þetta. Þú ert frábær.
Guðrún Pálína (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.