23.1.2008 | 20:49
Nýja ég/ gamla ég
Ég varð fyrir því óhappi að það hljóp skilti í veg fyrir mig og ég var á jeppanum, bíllinn skemmdist svolítið, það þarf að skipta um stuðara á honum. Mér þótti þetta náttúrulega leiðinlegt að þetta skuli gerast og var alveg að detta í það að hugsa: égeralvegómögulegogégskemmiallabílasemégkemnálægt EN svo kom þessi nýja manneskja og sagði sko, þetta er náttla leiðinlegt og allt það en himin og jörð eru ekki að farast, í stað þess að leggjast upp í rúm og breiða upp fyrir haus (vorkenna sjálfum sér) fór ég út að hlaupa, í stað þess að kaupa súkkulaði og "dettaíþað" fékk ég mér hnetur og rúsínur og í stað þess að skæla yfir " óbætanlegu tjóni sem ég hef valdið" hugsa ég ojæja þetta gerðist bara.
Maðurinn minn hafði mestar áhyggjur af því hvernig ég tæki þessu óhappi og var alltaf að tékka á skapinu. Ég held að ég hafi bara komið honum þægilega á óvart.
Núna ætla ég að stofna sjálfshjálparhóp fyrir ungt fólk í skólanum, ætla að fá Geðhjálp í lið með mér ásamt námsráðgjafa og skólastjórn við skólann. Ég veit að það er þörf fyrir svona hóp og mig hefur langað til að stofna svona hóp síðan ég byrjaði í skólanum og þar sem ég er að útskrifast í vor, þá er ekki seinna vænna
Allavega er ég vel stemmd þessa dagana og hef það bara rosa gott.
Knús á línuna.
Athugasemdir
issssss gott hjá þér að keyra bara skiltið niður fyrst það var að þvælast svona fyrir þér
Þú ert að standa þig frábærlega og ég dáist að elju þinni og krafti og því að ætla að stofna svona sjálfshjálparhóp meðal annars. Gangi þér vel.
Dísa Dóra, 24.1.2008 kl. 07:59
Óþolandi svona skilti sem eru að þvælast fyrir fólki.
En frábær hugmynd hjá þér að stofna sjálfshjálparhóp í skólanum. Gangi þér vel og bestu kveðjur til þín.
Ólöf , 24.1.2008 kl. 10:25
Hvað var þetta skilti að hugsa að hlaupa svona fyrir þig En gott hjá þér að segja því bara til syndanna og fara út að labba
Sigga (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.