18.1.2008 | 08:24
Hyldjúp gjá
Ég hrapaði ofan í hyldjúpa gjá á dögunum og þar var enga birtu eða yl að fá, þar var bara svartnætti og drungi. En með hjálp komst ég upp aftur hér um bil samdægurs, en þessi þrjú kíló sem voru farin komu öll aftur og skömmuðust sín ekki neitt. En ég má þakka fyrir að þetta hafi nú ekki tekið lengri tíma og einu eftirköstin skuli vera nokkur kíló.
Það er svo merkilegt að mér finnst alltaf einhver önnur manneskja taka völdin ( kannski er ég bara klofinn persónuleiki) ég þekki sjálfa mig ekki, vill ekki tala við neinn, sit og ét allt sem tönn á festir, nenni sko alls ekki að hreyfa mig, það versta við þetta allt saman er að ég veit að þetta er slæmt fyrir mig en mér er sko slétt sama, um allt og alla.
Núna er ég spræk sem læk..ur og hlakka til að fara á eftir í skólann, er að fara í frönsku og íslensku. Ég er búin að sjá það að það er talsvert hægari yfirferð í þessum 100og áföngum, mér finnst ég vera komin í leikskóla aftur en þetta á sjálfsagt eftir að verða erfiðara. Svo borgar sig ekki að vera of duglegur því að þá er maður alltaf í gati, svo að hér eftir ætla ég ekki að vinna heima nema það sé bráðnauðsynlegt.
Ég kemst ekki út að labba svo að ég fer bara í lengsta minkahúsið (100m langt) og skokka, 2km skokk og 2 km röska göngu, bara snilld, maður verður náttla að bjarga sér, er það ekki?
Jæja læt þetta duga í bili knús á línuna...
Athugasemdir
Mikið áttu gott að þetta tók ekki lengri tíma..Er sjálf búin að verasvona síðustu 3 daga en finnst eins og allt sé að koma hjá mér , sem betur fer..Gangi þér vel
Unnur R. H., 18.1.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.