Átak

Nú er ég byrjuð á fullu aftur að hreyfa mig og borða hollt, ekki veitti af eftir sukkið síðustu mánuði.  Ég fékk svo flotta græju í jólagjöf frá manninum mínum, gps tæki til að hafa á handleggnum eins og úr, það segir til um vegalengd, hækkun/lækkun, púls,  kaloríueyðslu og ýmislegt annað sem ég er eftir að læra á, þegar ég kem heim sting ég tækinu bara í samband við tölvuna og þá sýnir það mér leiðina sem ég búin að labba, meðalhraða, meðalpúls, og hámarkið líka.  Þetta er mjög hvetjandi, því að ef að ég er búin að labba 5.7 km, finnst mér ekki hægt annað en fara upp í 6, ótrúlega sniðugt.  Síðan ég fékk þetta tæki er ég búin að ganga 130 km . Allavega er vigtin farin að hreyfast aftur niður á við svo að ég er bara himinlifandi.

Skólinn er bara mjög fínn, ég er ánægð með alla kennarana og er bara bjartsýn á önnina, enda sú síðasta svo að maður verður að standa sig.  Eina sem ég er hrædd við er eðlis og efnafræðin, en ég leita mér þá bara að aðstoð ef ég fer í strand.

Jæja læt þetta duga

Knús á línuna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með úrið .............hvar er hægt að nálgast svona græju????

Guðrún Pálina (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Ólöf

Þessi nýja græja hljómar vel !! Ég þyrfti að fá mér svona. Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 14.1.2008 kl. 12:03

3 identicon

ég væri alveg til í svona skrefamæli, hann mundi pottþétt halda mér við efnið og þá hefði ég það markmið að labba 100 skrefum meira en síðast.

 En frábært að þú sért strax komin í 130 km, verður ekki lengi uppí 500 km

Sigga (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband