Well then...

Jæja nú er ég orðin einu ári eldri...það skelltist á mig þrítugasta og sjöunda árið og ekki nóg með það, það skelltist líka eitt ár á Didda svo að hann er orðinn 39Wizard.  Sumum finnst alveg hræðileg tilhugsun að nálgast fertugt, ég hugsa það nú bara svona: Ef að næstu ár verða eins góð og það síðasta,  þá hlakka ég nú bara til.  Svo ætla ég líka að verða hundgömul svo að það er svo mikið eftir, að það tekur því ekki að hafa áhyggjur af þessu.

 Ég byrjaði í skólanum í dag, byrjaði náttúrulega á því að fara í vitlausa stofu og skildi ekkert í neinu, en svo kom ljós að ég fór dagavillt á stundatöflunni, hélt nefnilega að það væri mánudagurW00t.  Þó að þetta sé ferlega óþægilegt þá fagna ég alltaf einhverju svona, það sannar fyrir mér að heimurinn ferst ekki þó að manni verði eitthvað á, ég verð alltaf pínu stolt yfir að geta gengið út og hlegið að sjálfri mér frekar en að verða alveg miður mín.Cool

Ég er mjög áhugaverðum fögum og hlakka til að takast á við þau, er í eðlis- og efnafræði, sem ég er ekkert mjög sleip í, landafræði, jarðfræði, íslensku sem fjallar um barnabókmenntir og frönsku sem ég tek eiginlega bara að gamni, bara svona til að fá smá orðaforða svo ég geti farið til Frakklands.

jamms..læt þetta duga í bili... hafið það gottKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get kannski kennt þér svona eitt eða tvö orð í frönsku, af því ég er svona svakalega góð í henni....hmm

Sigga (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Til hamingju með afmæli elsku Jóna mín...og auðvitað Diddi líka Vonandi höfðuð þið að rosa gott á afmælisdaginn.

kv. Fríður

Fríður Sæmundsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband