Nýtt ár...

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka... o jú, jú, það er nú rétt en minningarnar lifa góðu lífi, um ítalíu för, gönguferðir, frábæra vini og fjölskyldu. 

 Það sem ég er einna stoltust af er að ég fór á bekkjarmót hjá mínum árgangi í vor, þrátt fyrir að kvíða því meira en flestu öðru, ég tók þátt í að stofna sjálfshjálparhóp fyrir fólk með geðraskanir, stoltust er ég af fjölskyldunni minni, sem stendur að baki mér, án hennar hefði ég ekki afrekað helminginn af því sem ég hef gert.

Við vorum bara heima, mamma var hjá okkur og við höfðum það mjög gott, Diddi eldaði hreindýr sem var alveg ofboðslega gott, en öndin var treg til að eldast; var ekki nógu heittW00t svo að við fengum bara önd í hádegismat í dag í staðinn.

Dagurinn hefur verið gríðarlega rólegur, fékk mér göngutúr og síðan hef ég legið í leti, étið og legið meira í leti og étið svolítið meira, þarf kannski að fara í annan göngutúr.. en nenni ekki í myrkrinu.

Hafið það sem best...áramótaknús á línunaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Gleðilegt nýtt ár og þakka allt gamalt og gott. Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 2.1.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Ólöf

Til hamingju með daginn.

Ólöf , 7.1.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband