Jólin, jólin..

Jæja, er ekki best að setja eitthvað mjööög gáfulegt hérna inn.

Er að fara í skötuveislu á eftir... skata reyndar ekki uppáhaldsmaturinn minn, það verður sem betur fer eitthvað sem er ekki búið að míga á sl hálft árTounge og til að kóróna allt saman ætlar minn elskulegi að bjóða upp á Álaborgar ákavíti og það er HELMINGI verra en skatan, það ætti kannski að kalla til einhverja hjálp fyrir þetta fólk sem borðar og drekkur þetta af bestu lystW00t Þetta getur ekki verið heilbrigtWoundering.

Það eru margir sem spyrja mig hvort ég sé búin að ÖLLU, hvaða ÖLLU??, jú ég er búin að kaupa matinn, pakkana og fötin, þurrka ryk og taka til, ég ætla EKKI að þrífa veggina, gluggana, rífa niður gardínur og þvo loft, bara ekkiDevil. Mér finnst bara ágætt að hafa þokkalega hreint og tekið til, kannski aðeins betra en venjulega.

Ég var að syngja jólalög í gær með stelpunum, ætla ekki að dæma um fegurð þess söngs en það var bara gaman, en í mörgum þessum lögum er jafnréttinu ekki gert hátt undir höfði:" Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna. Nú skal segja, hvernig litlar stúlkur gera, vagga brúðu."  Hvað ætli Kolbrún Halldórs segði við þessuTounge

EN ég ætla ekki vera með nein leiðindi, enda komin í jólaskap, það snjóar úti, og bara allt einhvern vegin svo dásamlegt og yndislegt.

Læt þetta duga..

Gleðileg jól

gott og farsælt

komandi ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Ohhh hvað ég væri til í að fara í skötuveislu !!!! nammm !!!

En bestu jóla kveðjur til þín og þinna, vona að þið hafið það gott.

Ólöf , 22.12.2007 kl. 15:59

2 identicon

gleðileg jól jóna mín

Sigga (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband