5.12.2007 | 12:59
Jólalög....
Það er merkilegt hvað sum jólalög fara innilega í taugarnar á mér, Last christmas með Wham og Jólahjól eru þau verstu og Ef ég nenni með Helga Björns, ég meina hvað meinar maðurinn??EF ÉG NENNI, meira að segja Trölli sem stal jólunum er meira jólabarn en hann! Og af hverju þurfa ALLAR útvarpsstöðvar að spila þessi lög?
Hvert er leiðinlegasta jólalag sem þið hafið heyrt?
Annars er ég mikið jólabarn, þó að sum jólalög fari í taugarnar á mér ég hlakka mjög til að fara að kaupa jólagjarfirnar, það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri, það skemmtilegasta er að horfa á fólkið opna svo gjafirnar sem maður er búin að velja og vonandi sjá gleðisvip á andliti þeirra.
Jamms, læt þetta duga í bili
KNús á línuna
Athugasemdir
Það sem fer mest í mig er niðurtalningin með glám og skrám...man ekki nafnið. Og svo jólahjól. En mér finnst aftur á móti Last Christmas og Ef ég nenni góð.
Bestu kveðjur til þín.
Ólöf , 5.12.2007 kl. 13:32
omg ég er sammála Ólöfu hér að ofan með að glámur og skrámur séu þeir allra leiðinlegustu í bransanum!!
Og fyndið, mér finnst líka Last Christmas og ég ég nenni skemmtileg En annars er bara allt gott í hófi held ég.
Knús á þig JólaJóna mín til baka...
kv. JólaFríður
Fríður Sæmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.