AÐVENTA.....

Við mæðgurnar skruppum á aðventuhátíð, nutum kórsöngs, lesturs hugvekju og keyptum okkur köku á kökubasar og fórum með heim til að gæða körlunum mínum á.  Bóndinn búinn að setja upp jólaseríur úti  , svo að það er orðið svo fínt hjá mér.

Ég ætla mér að njóta aðventunnar í friði og ró, ekkert að missa mig í bakstri, ég er svo heppin að eldri dóttir mín er svo dugleg að baka, bakaði súkkulaðibitakökur og engiferkökur í gær, meðan ég setti upp jólagardínur í eldhúsið og seríur í gluggana þannig að það er orðið mjög kósí hérna hjá okkur.

Og ég held að smákökurnar endist EKKI fram að jólum, miðað við hvað hefur lækkað í dallinum frá því í gærTounge æ maður fer nú ekki að vera með samviskubit yfir þessu, maður nær þessu bara alveg af sér afturWhistling.

Ég hef það bara ágætt og þarf ekki að tjá mig neitt mikiðJoyful

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Það er greinilega orðið jólalegt hjá þér. Það er alltaf svo gaman þegar þetta er komið upp. Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 2.12.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband