Er þetta nú ekki of mikið?

Kolbrún Halldórsdóttir vill að börnin á fæðingardeildinni séu sett í hvít föt og ekki eigi að kyngreina börnin við fæðingu með því að setja þau í bleikt eða bláttErrm.  Sko þegar ég (fyrir langa löngu) eignaðist mín börn fannst mér miklu skemmtilegra að klæða þau í liti, þó að gult og hvítt væri í boði fannst mér alltaf gaman að klæða þau í bleikt eða blátt, kjól ( stelpurnar frekar en strákinnTounge)og strákinn í gæjaföt.  Mér finnst jafnrétti ekki ógnað með því að klæða börnin okkar í bleikt eða blátt. 

Er maðurinn minn hliðhollari konum þegar hann er í bleikri skyrtu og er hann meiri karlremba þegar hann er í blárri?  Mér finnst þetta vera komið svolítið mikið út í öfgar. W00t

Fékk 9.29 í lokaeinkunn í spænskuShocking skil reyndar ekkert í því  en þarf þá ekki að taka próf, fegin því.  Einn tími á morgun og munnlegt próf í ensku á föstudaginn og þá er ég búin... í bili..  Ég þarf bara að taka eitt próf 10 des, sem er reyndar frekar stórt, íslenska, þarf að greina ljóðCrying, lesa íslenska bókmenntasögu frá 1900 og til dagsins í dagSideways svo að ég verð að undirbúa mig vel undir það.

En svo er að bara að koma jólaljósunum upp og gera jólakort og eitthvað svoleiðis.. hélt reyndar að ég væri að verða alltof sein að öllu EN það er ekki einu sinni kominn desember!  Fjölmiðlarnir eru búnir að heilaþvo mig í heilan mánuð og mér fannst að jólin hlytu að vera á morgunWoundering.  En ég ætla nú bara að slappa af og njóta aðventunnar og þó að ég sé ekki búin að baka 10 sortir og skreyta hátt og lágt verður mín aðventa mjög ljúf, því að núna kvíði ég engu í sambandi við jólahaldið og hlakka bara til.

Jæja læt þetta duga í bili.... knús

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Ég held að þetta kynja kjaftæði sé að verða einum of !! Það fer allt að verða bannað.  En bestu kveðjur til þín og til hamingju með einkunnina í Spænsku ! Flott hjá þér.

Ólöf , 28.11.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

vvvaaaaáááááá glæsileg einkunn í spænskunni, til hamingju með hana elsku Jóna mín Ertu kannski spænksættuð??

Mikið er ég sammála þér með þennan heilaþvott um jólin, ég þýt einmitt regluleg upp og held að ég sé að gleyma að gera þetta eða hitt fyrir jólin og hafi ekki tíma til að klára það sem ég ætla að gera, en eins og þú segir, það er ekki einu sinni komin desember!! Nógur tími til að njóa aðventunar og hafa það gott.

Og hvað er með þessa konu sem vill ekki að blessuð börnin séu sett í liti á fæðingardeildinni!! Aldrei má ekki neitt

En best að drífa sig í mæðraskoðun, ætti ég að fara í bleikan eða bláan bol

Kveðja, Fríður

Fríður Sæmundsdóttir, 29.11.2007 kl. 12:24

3 identicon

Glæsileg einkunn Jóna, Þú hlítur nú bara að vera sky high:)

Ég fæ nú stundum alveg gubbuna af þessu feminístarkjaftæði,  hvað ef nú Fríður eignast strák og hann er klæddur í hvítt og svo kemur einhver ættingi og óskar henni til hamingju með stelpuna. Svoldið vandræðalegt...finnst bara í góðu lagi að strákar fari í blátt og stelpur bleikt og hana nú!

Ég er búin að baka 2 sortir, nananabúbú...hehe

Og gangi þér vel með íslensku prófið, mundu bara að greina ljóðið vel:)

kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband