24.11.2007 | 18:08
Langþráður Laugardagur...
Fór að vinna í morgun, taka skinn niður, Örvar hjálpaði mér helling og við vorum eldfljót að þessu. Fór síðan í laaaangan göngutúr í blíðviðrinu, fór m.a. að skoða hestana og fleira.
Sandra bakaði köku og ég vöfflur svo buðum við afa og ömmu í kaffi svo að það var étið rækilega yfir sig. Svo er Örvar að setja kótílettur í ofninn og maður á eftir að éta illilega of mikið í dag.
Er nú að hlusta á spænsku fyrir hlustunarpróf, var vinsamlegast beðin um að setja á mig heyrnartól, því að ekki vildu allir læra spænsku með mér skrýtið!
Ætla að reyna að hlusta á meira.....
Hafið það sem best
Athugasemdir
HEHE va einmitt með kótelettur í matinn í gærkvöldi nammi nammi
Unnur R. H., 25.11.2007 kl. 11:56
Mér var einmitt hugsað til hestanna ykkar nú fyrir stuttu, hefur þú athugað hvort þeir eru með hnjúska, þú finnur það strax ef þú strýkur þeim þetta getur verið hvar sem er á þeim. Ef þeir eru með hnjúska verður að taka þá inn, þeir þola alls ekki bleytu,slyddu og kulda. Það er búið að taka inn um 15 hross á Bjarnastöðum vegna hnjúska. Þetta er versta haustveður sem hugsast getur fyrir hesta.
Kv
Anna Pálína Guðmundsdóttir, 25.11.2007 kl. 18:00
Sæl Jóna mín
Gaman að fá að lesa bloggið þitt:)
kv, Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:34
bíddu bíddu...hold a moment plís áttu mynd af örvari þegar hann var að setja kótiletturnar í ofninn nei nei bara smá glens...sé hann bara meira fyrir mér hinumegin við borðið, þ.e. að háma í sig kótiletturnar...hahahaa þessi elska
kasta kveðju, Fríður
Fríður Sæmundsdóttir, 26.11.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.