Andvaka..

Ég er búin að vera vakandi síðan um þrjú að mestu leyti, búin að velta mér fram og til baka, lesa leiðinlegar bækur ( sem eru reyndar ágætar þegar upp er staðið)  Ég gafst up um fimm leytið og er búin að taka til, taka úr uppþvottavélinni, ráða eina krossgátu, lesa Moggann, vafra um á netinu.  Ætla núna að fara að læra fyrir spænskupróf og elda hafragrautinn.

Fundur í kvöld allir, velkomnir sem vilja tala um það sem þeim liggur á hjarta, fólk þarf ekki að vera snargeðveikt til að koma á þessa fundi ( bara smáTounge, það hjálpar)  Nei, nei yfirleitt er þetta nú enginn grátkór, það skiptast á hlátur og grátur því að þetta er vettvangur fyrir hvoru tveggja og ég minni á að það þarf enginn að segja neitt, enda kæmist hann ekki að fyrir mérGrin.

Þekkir einhver sálfræðing eða einhvern aðila sem væri til í koma eina kvöldstund og spjalla smá um jólastress og kvíða og hvernig væri hægt að draga úr þessum einkennum og njóta jólanna?

Mig langar svooo mikið til að hafa svona fyrirlestur því að ég veit að það eru ekki allir jafnspenntir fyrir jólunum og hafa ef til vill þungar áhyggjur af öllu saman.

Jamms farin að læra spænsku. Me llamo Jóna eða eitthvað svoleiðis.

Knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Ekki gott að þú getir ekki sofið, þekki þetta og ég verð alltaf svo rugluð í hausnum þegar það skéður En hvaða fundir eru þetta sem þú ert að tala um, ég er svo forvitin

Unnur R. H., 22.11.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Þetta eru sjálfshjálparfundir fyrir þá sem vantar að spjalla við einhvern.. ekki endilega bundið við þunglynda. 

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 23.11.2007 kl. 08:48

3 Smámynd: Unnur R. H.

ok þetta  finnst mér gott mál þyrfti að kynna mér svona fundi og endilega ef þú getur bent mér á þesskonar

Unnur R. H., 26.11.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband