alltaf að græða..

Kjóllinn sem hún systir mín, Svandís, var að prjóna sér, hann passar bara nákvæmlega á migLoL og Svandís sem kom í heimsókn í sakleysi sínu í gær, fór kjóllaus heimGrin.  Reyndar fékk hún efniskostnað greiddan svo að hún getur prjónað sér annan fimm númerum minniWink.

Ég er búin að vera að taka til í öllum fötunum sem ég er búin að geyma í hundrað ár eða svo og það eru 4 fullir ruslapokar í skottinu sem ég fer með á morgun í Rauða krossinn, vonandi að einhver geti nýtt sér þetta baraHalo.

Þetta jafnast hér um bil á við að hreinsa sálina, maður verður óskaplega ánægður þegar einhverju svona er lokið, sem maður hefur dregið endalaust og haft yfir höfði sér.

Það eru bara tvær vikur eftir af skólanum, jibbí, ég á reyndar eftir að taka tvö próf eða allavega eitt því að ég er nú hættulega nærri því að þurfa ekki að taka spænskupróf ( krossa fingur)W00t

Ætla að fara hlýða dætrunum yfir fyrir próf.

Hafið það sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Það jafnast sannarlega á við sálarhreinsun þegar maður gerir eitthvað sem lengi er búið að vera á döfinni og hvíla á manni, flott að kjóllinn passaði.

kveðja 

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 18.11.2007 kl. 20:46

2 identicon

ji hvað þú varst heppin að kjólinn passaði á þig Og ekki verra að vera búin að taka til í fataskápnum, það er endalaust hægt að fresta þeim verknaði!!!
Og vá, þegar ég las að það væru bara 2 vikur eftir af skólanum hjá þér...en það er víst bara kominn 19 nóvember jólin eftir 35 daga og jólalögin alveg að fara að óma í útvarpinu....dásamlegt

jæja, sendi þér mega kveðjur - Fríður

Fríður (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Ólöf

Heppin þú með kjólinn. Og vá hvað það er lítið eftir af skólanum en eins og er sagt hér að ofan að þá er víst kominn 19 nóv ! Ekkert smá sem tíminn flýgur áfram.

Bestu kveðjur til þín. 

Ólöf , 19.11.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband