Tómarúm

Ég er í einhverskonar tómarúmi þar sem ég veit að þetta er ekki eðlilegt ástand en mig langar bara ekki að gera neitt í því.  Ég veit að ég á að fara út að labba, taka til, læra og allt það en mig langar bara alls ekki til þess og geri það því ekki.  Í dag ætla ég í sjúkraþjálfun, þarf eiginlega ekki að fara í skólann svo ég ætla að sleppa því, ég er eiginlega búin að ákveða að liggja í rúminu í dag og annað hvort lesa, sofa eða glápa á sjónvarpið.  Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu óhollt þetta er en mér er eiginlega alveg sama.

Það er kannski verst við þennan sjúkdóm er að þegar hann er virkur verður mér alveg nákvæmlega sama um allt og alla.  Mér væri sama þótt ég væri ein á eyðieyju, því að þá væri enginn að setja neina pressu á mig.  Það er í raun enginn að því, mér finnst bara eins og ég eigi ekki að vera svona eigingjörn og að ég eigi að gera eitthvað annað en að vorkenna sjálfri mér. 

Í gær fór ég í skólann hjá stelpunum, það var hátíð hjá þeim í tilfefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar, krakkarnir lásu upp ljóð og sungu, foreldrar gátu keypt sér kakó og kleinur og pönnukökur rosa flott og gaman.

Jæja ætla að fara í sjúkraþjálfun og vona að dagurinn á morgun verði skárri.

Hafið það sem best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Mikið vildi ég að ég gæti gert eitthvað fyrir þig en það er þannig með þennann sjúkdóm að það er lítið fyrir aðra að gera nema sýna stuðning. ÁFRAM JÓNA.

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 16.11.2007 kl. 07:27

2 identicon

Usss usss uss, ósköp er að heyra    Er einhver einföld ástæða fyrir þessari niðursveiflu?  (t.d. er verið að breyta lyfjunum, þarf að breyta lyfjunum)  Eða er þetta svona skemmtilegt skammdegisþunglyndi á þessum rigningar og dimmu haustdögum?   

Elsku kerlan mín, mikið vildi ég að ég gæti hjálpað þér að reka þennan fjára í burtu!   Vildi að ég væri nær þér til að drösla þér út að labba (sko afþví ég er sjálf svvvvooooooo dugleg á því sviði - eða þannig )  En samt, þú veist hvar við erum ef við getum eitthvað gert.  Keep on fighting!!

Þín vinkona - Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband