13.11.2007 | 12:55
Niðurdýfa á leiðinni
Eitthvað er ég nú að síga niður á við. Er þreytt, vil helst bara fara heim og kúra undir sæng og er almennt ekkert rosalega hress.
En það er merkilegt samt að í gær fékk ég 10 í spænsku prófi og er náttla í skýjunum yfir því eða var frekar því að þegar mér líður svona finnst mér þetta ekkert rosalega merkilegt.
Maðurinn minn ber orðið meira skynbragð á því hvernig mér líður en ég, því að í gær fannst ég mér bara vera þreytt og fór því snemma í rúmið, en hann spurði hvort það væri ekki allt í lagi, jú svaraði ég því að mér fannst bara allt í góðu en er að átta mig á að það er það ekki alveg.
Best að reyna að gera sitt besta til að spyrna á móti og fara út að labba og svo er fundur í kvöld þannig að kannski verð ég bara miklu betri á morgun
Hafið það sem best....
Athugasemdir
Æ ekki gott að detta í niðurdýfu, þekki það rosalega vel.En þú ert heppinn að eiga mann sem er svona meðvitaður með sjúkdóminn, þar eru ekki margir eiginmenn sem eru þannig þenkjandi...Og til hamingju með spænskuna húrra fyrir þér.
Unnur R. H., 13.11.2007 kl. 13:10
Til hamingju með tíuna. Bestu kveðjur til þín.
Ólöf , 13.11.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.