Þegar hugurinn reikar...

Stundum, eða oft leitar hugurinn til verri tíma og þá rifjar maður upp allskonar hluti sem engin man eftir nema maður sjálfur.  Ég er mjög dugleg við þetta, (ef dugnað má kalla), ég er að rifja upp hluti  sem gerðust kannski þegar ég var 9 ára og dauðskammast mín fyrir þá, fæ öran hjartslátt og svitna og segi yfirleitt við sjálfa mig: " Oh þú ert svo heimsk" en núorðið er ég hætt að trúa því að ég sé svona heimsk og segi til baka ég er ekkert heimsk, kannski er ég farin að rífast við sjálfa mig á fulluTounge og ÉG vinn yfirleittGrin.  Það er merkilegt hvað eldgamlar hugsanir geta gagntekið mann og maður hugsar ekki um annað í einhvern tíma og svo gleymast þær aftur og liggja í láginni í langan tíma þar til þær láta á sér kræla á ný.

Ég væri alveg til í að fara í minnisendurvinnslu, svona þar sem allar gagnslausar minningar yrðu teknar og settar í endurvinnslu og þeim annað hvort breytt í fallegar og skemmtilegar hugsanir eða þeim bara eytt, því að sumar hugsanir eru bara hreinlega eitraðar og ekki beint umhverfisvænarWink

Ég er markvisst að reyna að hugsa jákvætt um sjálfa mig, það er reyndar meira en að segja það, því að það er erfitt breyta áratugalangri ( þegar maður er farinn að telja í áratugum, er maður þá nokkuð mjög gamall??)sýn á sjálfan sig.  Í stað þess að segja við sjálfa mig þegar ég fæ 7 á prófi:"Af hverju fékk ég ekki 8" og þegar ég fæ 8 " af hverju fékk ég ekki 9?"  er ég farin að segja sko 2 í plús ( miðað við að þurfa 5 til að ná) ég fékk tveimur meira en ég þurfti, frábært.  Ég er alltof kröfuhörð við sjálfa mig,  ég er með ofvirka samvisku, mér finnst ég bera ábyrgð á að þessir fundir t.d. séu góðir, að allir fari í góðum málum og er síðan að hugsa um alla vikuna hvernig hinir hafi það, hvort að þetta eða þetta hafi lagast og svo framveigis. Én eins og ég er alltaf að segja: " Maður ber bara ábyrgð á eigin heilsu og það getur enginn gert það fyrir þig"

Kannski ætti ég nú bara að fara eftir því sjálfBlush

En ég fer núna alltaf út að labba  og er miklu orkumeiri og hressari og vonandi fer vigtin að segja eitthvað skemmtilegt líkaWink

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Já farðu bara einmitt að vera dugleg að hrósa þér og telja plúsana

Unnur R. H., 8.11.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Já, skrítið með þessar hugsanir ég geri þetta stundum líka og þetta er mjög óþægilegt, en að geta helst aldrey komið setningu af viti útúr sér í margmenni +3

það vill allt böglast út úr manni stundum og svo hugsar maður um það jafnvel vikum saman en svona er þetta bara og fátt við því að gera.

Þú ert að standa þig eins og hetja með allt þitt. 

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 8.11.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband