2.11.2007 | 11:43
Samviskubit...
Steingeit: Þú átt skilið það besta. Ef þú reynir, geturðu skilið í sundur góðu tækifærin frá þeim sem þú hagnast bara lítillega af. Leyfðu vini að ráða för í kvöld.
Ég er búin að vera að hugsa um hvað ég hef það rosalega gott, eiginlega allt of gott. Lífið leikur við mig, ég fæ allt sem mig langar í og geri allt sem mig langar til ( innan skynsamlegra marka). Þegar allt er svona gott hjá mér, fer ég ósjálfrátt að hugsa um alla þá sem ekki eru jafnheppnir, geta ekki leyft sér neitt, þurfa að halda fast um budduna.
En ég held bara að ég eigi þetta alveg skilið, ég hef þurft að berjast fyrir þessu lífi mínu í dag, bæði fjárhagslega og andlega. Kannski er þetta púkinn á öxlinni að tala því að það gengur allt svo vel núna með heilsuna, skólann og heimilið og púkinn minn þolir það ekki þegar mér líður vel.
Læt þetta gott heita, hafið það sem best.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.