Jamm og jæja

Hafið þið gert ykkur grein fyrir því að það eru BARA 55 dagar til jóla!  En það er nú alveg nógur tími til að gera það sem gera þarf, eina sem er leiðinlegt við þetta allt saman eru auglýsingarnar og allt jóladótið sem er að koma núna í búðirnar, væri ekki alveg í lagi að bíða fram í miðjan nóv?  Maður verður eiginlega hálfleiður á þessu öllu loksins þegar jólin koma,  maður er voða spenntur fyrst en síðan verður þetta leiðingjarnt.  En það mætti kveikja á ljósunum núna, þegar allt er orðið svo dimmt og drungalegt, kannski bara þeim hvítu?Woundering

En Örvar minn kom heim í gær frá Noregi og færði okkur nammi og dvd diska, footlose og dirty dancing, það verður farið í smá eitís kast einhvert kvöldið, hann meira að segja færði systrum sínum bangsa og nammi,  hann er nú svo ljúfur þessi elskaJoyful.

Jæja það er fundur í kvöld og ég hvet alla til að mæta sem vantar að spjalla við einhvern um allt á milli himins og jarðar.  Í vikunni sagði mér einstaklingur að hann lifði enn á fundinum síðast Smileog það gerði mig mjög ánægða, því að ég er nú þannig að ég efast í sífellu um mig, svo að svona komment hjálpa mér mikið.

Knús á línunaKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Úff 55 dagar ! En ég er sammála þér með auglýsingar og jóladót þetta kemur alltof snemma í búðir. Ekkert gaman að þessu ef þetta er allt of lengi.

Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 30.10.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband