Hrósið..

Fær hún Svandís systir mín,Wizard  hún er ein með fimm börn og þar af þrjá unglinga sem eru með gelgjuna á háu stigi, eina prinsessu sem finnst ekkert gaman að vakna, strák sem er í öðrum bekk og hund sem þarf sína athygli.

Ég fór í morgunkaffi til hennar um sjöleytið í morgun ( vaknaði kl 3:30 til að keyra Örvar til keflavíkur í flug) og ekki nóg með það að hún þyrfti að koma öllum af stað þá sló rafmagninu út hjá henni og hún hélt ró sinniWoundering, svona persónulega hefði ég nú bara sest niður og farið að skæla.  Hún er hetja og stendur sig roslega vel í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Við sem eigum maka eða einhvern sem hjálpar manni að koma öllum af stað skiljum ekki alltaf hvernig það er að vera einn, hugsum um það í dag hvað við erum heppin og getum verið þakklát fyrir.

Knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Já  sumir geta allt sem þeir ætla sér.

Annars ætlaði ég að óska til hamingju með nýja bílinn og mundu að nota esp takkann í hálkunni hann er snild. (skrikvörn) .

Kveðja Anna P 

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband