Valkvíði

Jæja, nú er komið að því að velja þau fög sem ég ætla að taka á SÍÐUSTU önninni við FSu.  Þegar ég var að byrja þá fannst mér að þetta hlyti að vera eilífðarnám en ég er að KLÁRAWizard.  Reyndar langar mig til að taka svo mörg fög en ætla bara að hafa fimm í töflunni  svo að það er úr vöndu að ráða.  Ég þarf að taka þrjú skyldufög, langar að taka einn áfanga í frönsku, svo ég geti farið til frakklandsWink og svo stendur valið á milli þess að taka einn í sálfræði eða íslensku, báðir áfangarnir spennandi en verð að velja og hafna.

Sjálfshjálparhópurinn hittist í gær og við vorum fimm, við náum vel saman og hlæjum saman og höfum það bara gott.

Þarf að fara að lesa Frankenstein, próf á morgun.

Hafið það sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Þú ert bara að verða búin ! Oh hvað ég vildi að ég væri svona dugleg !!

Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 24.10.2007 kl. 08:55

2 identicon

Sæl ég var að lesa bloggið þitt við hér á vopnafirði erum líka með sjálfshjálparhóp, og hann virkar vel, við hristum þetta ekki af okkur en við getum rifið okkur upp á eyrunum, gangi ykkur vel í hruna.

kveðja kolbrún

kolbrún (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:13

3 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Hæ, það er frábært að sjá fyrir endann á einhverju.  Hafðu það gott

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband