Farin að ganga beint aftur..

Jæja þá er ég komin á beinu brautina aftur eftir að hafa ranglað um eins og dauðadrukkin hæna ( ekki það að ég hafi nokkurn tíman séð dauðadrukkna hænu), farin að ganga beintTounge, hún Bylgja mín togaði næstum því hausinn af mér og náði þessari festu sem olli því að mig svimaði svona innilega, þannig að ég bara afpantaði tímann hjá svimalækninum og ætla bara að skrifa ritgerð í stað þess að fara í bæinnWink.

En þegar maður er eitthvað öðruvísi en hinir finnst manni allir alltaf horfa á mann, ég ef stundum sagt að það væri betra ef það sæist á manni að maður sé með vefjagigt, en ég held ég taki það bara aftur,  ég hugsa að ég færi ekki út úr húsi ef að ég væri með einhver áberandi einkenni.  Þó að ég sé að nálgast það að verða athyglissjúkBlush þá held ég að mér sé ekki sárt um svoleiðis athygli.

Er komin á fullt í átakinu aftur, hefur bara gengið vel í þessari viku, fer á tækið mitt á hverjum degi og syndi tvisvar í viku.  Kannski geri ég eitthvað meira þegar á líður, það er aldrei að vita, það er ágætt að byrja hægt en auka svo í , heldur en að byrja á alltof mörgu og gefast síðan bara upp á öllu saman.  Ég nenni reyndar ekki út að labba, það er alltaf rigning og rok, en það kemur kannski bara síðar.

Ég er svo ánægð með sjálfshjálparhópinn, ég var alveg viss um að það kæmi enginn ( alltaf jafn bjartsýnCool) en við vorum fimm, þetta var bara mjög góður fundur og ég hlakka til næsta fundar.

Jæja ætla að byrja á ritgerðinni ( á að skila á mánudaginnWoundering, alltaf jafn fljót að koma mér að verkiFootinMouth)

Hafið það sem best

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að það sé runnið af hænunni   Þó læknar séu voða góðir þegar maður þarf á þeim að halda er alltaf gott að komast hjá því.

Ég var að vísu farin að hlakka til að fá Þig í kaffi  en þú átt það bara inni. 

Láttu þér líða vel og gangi þér vel með ritgerðina.

kv

Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

það er gott að þú ert komin á beinu brautina aftur og farið að líða betur.

Kveðja Anna P 

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 20.10.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband