Það rofar til..

Jæja þá.. Ég er vonandi komin til baka úr svartnættinu, mér líður miklu betur og hef það bara ágætt.´

Þetta er í fyrst skiptið sem stelpurnar mína spyrja hvað er að... í stað þess að læðast um til að angra ekki mömmu, og ég sagði þeim bara alveg eins og er að ég væri í þunglyndiskasti og væri þess vegna svona leið og fúl.  Þær tóku því bara vel og reyndu að létta mér lífið á allan hátt. Heart

 Ég hef svo sem sagt það áður og ætla bara að segja það aftur: ég á BESTA eiginmann í heimi, það getur ekki verið nein manneskja sem er jafn heppin og ég.  Reyndar sá ég vel hvað þetta ástand tekur á hann, hann er smeykur við að skilja mig eftir eina, hann vill fá að heyra í mér í hádeginu og er alltaf að tékka á mér,  svo er ég föðmuð og kysst þegar við hittumst.  Sko ég væri ekki hér ef að hann væri ekki til staðar, það er nú bara svo einfalt.InLove

Ég þurfti að flytja verkefni á ensku í gær og það gekk nú ekkert alltof vel, ég vona bara að krakkarnir hafi ekki séð hvað hnén skulfu mikið og röddin titrraði, það er of langt síðan að  ég flutti verkefni síðast svo að ég var rosalega óstyrk.  En ég bæti nú fljótlega úr því, ég og Eiríkur prestur ætlum að hafa smá fræðslu fund 10.okt sem  er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn, um sjálfshjálparhópa.  Kristín vinkona mín sem er sálfræðingur ætlar að tala og ÉG ætla að talaW00t, ég er búin að semja þessa fínu ræðu sem ég set kannski inn þegar ég er búin að flytja hana.  Allir eru  eru velkomnir, 10 okt í safnaðarheimilinu í Hruna kl 20:30.

Ég fór í gær að tala við umsjónarkennarann hennar Telmu og þroskaþjálfann sem sér um hennar mál, mikið eru þetta jákvæðar manneskjur báðar tvær, það er eins og það sé ekkert til í þeirra orðaforða sem heitir ómögulegt.  Hún fær stuðning, auka verklega tíma og starfsþjálfun á tveimur stöðum, í búðinni og leiksskólanum, bara frábært.Joyful

Jæja þarf að fara að ræsa liðið mitt...

Hafið það sem allra bestKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

oh hvað er gott að lesa, að þú ert að fara upp, upp, upp Þunglyndi er hræðilegur sjúkdómur, er búin að berjast við það næstum alla æfi, er á lyfjum og verð allaf.

Unnur R. H., 6.10.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband