18.9.2007 | 18:31
Bongiorno, senjora
Jamm búin að læra ítölsku, ég ætla að lauma mér með í ferðatösku Ólafar vinkonu þegar hún fer aftur til Ítalíu því að þetta var bara frábært, ég held að ég komist ekki nær himnaríki en þetta. Hvítvín í hádeginu og rauðvín á kvöldin, æðislegur matur (hefði viljað borða fimm stórar máltíðir á dag en þá hefði þurft flutningavél frá hernum til að flytja mig heim) og sól allan tíman.
Ég var í mjög góðu jafnvægi, reyndar tók ég kvíðalyf daglega og þau hjálpuðu mér að slaka á, ég fór oft í sjóinn í laugina og sprangaði um á bikini einu fata, í fyrra gerði ég þetta ekki, fór ekki í sjóinn eða laugina af því að það gæti einhver horft á mig og að labba um á bikini! ertu frá þér en núna er ég allt önnur manneskja.
Í dag var ég sest á stað þar sem við "gömlu" sitjum alltaf og var bara ein og koma þá ekki 20-30 danir og setjast á borðið fyrir framan mig, og eru í gangveginum, gamla ég hefði beðið þar til þeim þóknaðist að fara en nýja ég stóð upp og pikkaði í eina sem var fyrir mér og lét aðra standa upp svo ég kæmist og var bara nokkuð ánægð með mig
Það verður heilmikil vinna að vinna allt upp en það er alveg geranlegt svo að ég hef engar áhyggjur og búin að seta kvíðalyfin upp í skáp ( þau eru búin að gera sitt í bili)
Set inn myndir seinna.
Hafið það sem best
Athugasemdir
Velkomin heim og frábært að heyra að ferðin var góð.
Ólöf , 18.9.2007 kl. 20:03
Velkomin heim
Frábært að allt gekk vel og þú gast slakað á og haft það næs...það er nauðsynlegt! Er búin að sjá dætur þínar í skólanum og þær hafa heldur betur tekið lit...ekkert smá sætar
Gangi þér vel í skólanum - kveðja Fríður marsbúi
Fríður Sæmundsdóttir, 19.9.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.