30.8.2007 | 17:03
svakaleg líðan...
Í gær fékk ég póst um að ég fengi ekki leyfi til að fara til Íalíu frá skólastjórn og mér er búið að líða hrikalega illa síðan, ég fer það ekki spurning en ég er ekki alveg viss um að ég njóti þess eins vel og ég hefði annars gert.
Ég hef varla hugsað um annað í allan dag, sama hvað ég reyni að segja sjálfri mér að þetta verði allt í góðu, ég myndi ná þessu öllu upp aftur þá er púkinn á öxlinni ansi hávær því ég heyri varla rökin sem ég er að reyna koma með. Ég er svo sem búin að segja kennurunum að ég verði ekki næstu tvær vikur og það er allt í góðu þeirra vegna, en samt púkinn stækkar og stækkar og sligar mig bráðum. En ég bara reyni að taka róandi og vona að allt lagist
Mér finnst mjög gaman í skólanum og vonandi verður allt bara í góðu.
Hafið það gott
Ítalíufarinn
Athugasemdir
Oj hvaða mórall er í þeim !!! En þú ferð létt með þetta og ekki pæla of mikið í þessu á meðan þú ert úti. Þú verður að geta notið ferðarinnar án svona pælinga. Hafðu það gott.
Ólöf , 30.8.2007 kl. 20:13
Það þýðir ekkert að velta sér uppúr þessu, þú sem ert alltaf með svona flottar einkunnir,þetta verður bara til bóta fyrir skólann og lífið yfirleitt.
Áfram jóna
Anna Pálína Guðmundsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:35
HÆ Jóna mín. Hvað þú lætur þennan skóla ekkert hafa áhrif á það að þú njótir ferðarinnar. Þú ert fullorðin og tekur ábyrgð á því að missa úr skóla. Annað eins hefur nú gerst. Njóttu ferðarinnar, Ítalía er svo frábært land.
Ps. Hafdís eignaðist strák 13. ágúst.
Kveðja Magga Auður
margret auður (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:47
Hmmm, ég skil ekki alveg af hverju þú þarft að fá sérstakt frí? Ég var að lesa yfir mætingarreglur FSU og þar stendur:
5.Um nemendur sem eru 20 ára eða eldri í upphafi ársins (á vorönn 2007 eru það nemendur fæddir 1986 og fyrr) gildir að þeir eru undanþegnir skólasóknarreglum en í kennsluáætlunum einstakra áfanga koma fram ákvæði um lágmarksmætingu og verkefnaskil.
Ég er kanski svona vitlaus, en mig minnir að þú sért eldri ein 20 ára ;)
Og ef fagkennararnir þínir eru allir sáttir við fjarveru þína þá er málið leyst :)
Haltu svo bara áfram að pakka, farðu inní skáp og sæktu góða skapið og tilhlökkunina sem þú varst NÆSTUM hætt við að taka með!!!!!! Svo hlakka ég svvaaaaakalega til að fá ferðasöguna og sjá allar flottu myndirnar af "M"Jónu babe á ströndinni :)
kv
Unnur
Unnur (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:50
Ertu ekki að grínast í mér...hvað er að þessum skólastjórnanda!!!
Ég veit að það er ógeðslega erfitt en reyndu eftir besta megni að gleyma þessu kjaftæði og skemmtu þér konunglega vel á ítalíu...átt það svo sannarlega skilið
Ég get ekki betur skilið skólareglurnar en þannig að þú sért utanskóla og þurfir ekki að mæta! Er í lagi að sitja heima í tvær vikur án þess að mæta eða að vinna í tvær vikur án þess að mæta en ekki í lagi að fara til útlanda...held að nemendur framhaldsskóla sem eru eldri en 20 ætti að ráða vel við það að bera ábyrgð á sínu námi!! Ég er stórlega hneyksluð á þessu....verð bara að segja það!!!
Ætli hann sé ekki bara svo öfundsjúkur að vera ekki að fara sjálfur til útlanda.....hahahahha
Segi bara góða ferð og frábæra skemmtun! Þetta verður bara dásamlegt
kveðja, Fríður
Fríður Sæmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.