26.8.2007 | 11:50
Sambíó eða Selfossbíó...
Við fórum í bíó í gær... svo sem ekki í frásögur færandi en af hverju er ekki hægt að láta myndirnar byrja á réttum tíma? Við fórum um daginn á Simpson og þá var myndin byrjuð þegar við komum, við vorum á réttum tíma, myndin var auglýst klukkan átta og við vorum komin korter fyrir og myndin var byrjuð, í gær vorum við komin á réttum tíma, korter fyrir átta en auglýstur sýningartími var átta en það var ekki byrjað að hleypa inn fyrr en korter yfir átta! Þetta er allt í góðu ef um eitt skipti að ræða en þetta er í hér um bil hvert skipti sem við förum í bíó að sýningartími stenst ekki, má þá ekki bara hafa lengri tíma á milli myndanna? Mér er alveg sama hvort að myndin byrjar klukkan átta eða hálf níu, málið er að auglýsa réttan tíma svo að maður geti notið þess að fara í bíó án þess að vera orðinn hálffúl vegna þessa. En við sáum Astrópíu í gær, mæli með henni, hún er ferlega skemmtileg.
En hafið það gott í dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.