25.8.2007 | 13:02
Jæja skólinn byrjaður...
Jamm, þá er skólinn byrjaður, mér líst bara mjög vel á þetta allt saman, finn ekki til neins kvíða að ráði, finn ekki þörf hjá mér að tala við námsráðgjafa um félagsfælni eða þunglyndi, samt gott að vita af þeim ef maður skyldi þarfnast þeirra, er reyndar að spá í að stinga upp á við þau að koma á fót sjálfshjálparhóp fyrir unglinga með geðraskanir, því að það er ekkert fyrir þau á selfossi, ég held að þörfin sé mikil, krakkarnir vilja ekkert vera með fullorðnu fólki í svoleiðis enda eiga þau ekki samleið því að það eru önnur vandamál sem hrjá unglingana en þá fullorðnu.
Ég er mjög ánægð með allt saman í kringum mig núna, að mestu leyti, reyndar farin að kvíða fyrir að segja í næstu viku kennurunum að ég verði ekki næstu tvær vikur en vonandi get ég bara unnið mest áður en ég fer en ég læt þetta ekki skemma fyrir mér
Ég ætla að fara að hreyfa mig aftur, bara búin að liggja í leti síðastliðinn mánuð, ekki nógu gott.
Farin út að labba...... hafið það gott
Athugasemdir
Já það er bara að koma að ferðinni hjá þér, mér finnst svo stutt síðan við vorum á bekkjarmótinu en það var víst bara í maí. Tíminn líður ekkert smá hratt ! Góða helgi.
Ólöf , 25.8.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.