21.8.2007 | 11:58
Skóli......
Jamm og jæja,
Nú eru allir að byrja í skólanum eftir dásamlegt sumarfrí, Örvar fer í dag í ML til að kvelja einhverja vesalings nýnema sem hafa ekkert gert til að verðskulda það. Ég byrja á morgun og gælupúkarnir mínir eru orðnir þokkalega háværir en ég kyrja bara: 'EGGETÞETTAALVEG'EGGETÞETTAALVEG og ef ég segi það nógu oft fara púkarnir að trúa því líka og fara að kyrja þetta líka
Þetta sumar hefur verið frábært og einhvern veginn allt svo auðvelt og gaman að öllu, oftast nær, sumarið er reyndar ekki búið því að ég á eftir að fara í TVÆR vikur til 'ITAL'IU. Reyndar með smá hnút í maganum yfir að taka stelpurnar úr skólanum og mig en ég er viss um að þetta verður allt í góðu lagi.
Best að fara að finna stóra barnið mitt til fyrir skólann, svo að hann fari með eitthvað af viti, ekki bara sjónvarp og tölvu.
Heyrumst..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.