styttist í skólann..

Það hlakka allir til skólans á þessum bæ......

Örvar hlakkar mest til að fara í skólann því að hann er núna á öðru ári og fær að busa aumingjana sem eru á fyrsta ári....Devil

Telma hlakkar til vegna þess að hún hittir vinina og þarf ekki lengur að vinna í minkahúsinu.....Grin

Sandra hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar en hún er allavega spennt fyrir skólabyrjun, krossum fingurWink

Ég hlakka til af því að þetta er NÆST síðasta önnin mín, ég er á síðasta áriWizard.  Reyndar er þetta svona fyrsta skiptið sem ég hlakka meira til en ég kvíði, það er mjög gaman.  Er jafnvel að spá í að láta ekkert vita af félagsfælninni, en það er betra að segja frá þunglyndinu, just in case.

Ég hef verið að hræra í lyfjunum mínum í þeim tilgangi að lækka hvíldarpúlsinn, sem er EKKI gáfulegt því að það virðist sem að þessi lyfjakokteill minn passi mér fullkomlega svo að það er betra að láta allt fikt við hann eiga sig svo að ég haldi mig sólar megin í lífinu. 

Við fórum á Kirkjubæjarklaustur um síðustu helgi, það var alveg frábær ferð, að vísu var rigning meiri hlutann af tímanum en það var alveg logn og hlýtt svo að það kom ekki að sök.  Við fórum inn í Laka og sáum gígaraðirnar, það er rosalegt að sjá hvernig móðir náttúra getur látið.

Nú styttist í ÍtalíuSmile allir að verða spenntir, hef bara heyrt góða hluti af staðnum, þetta verður bara gaman.

Jæja læt þetta duga í bili......  Hafið það gott

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband