5.8.2007 | 11:30
Laxárgljúfur.....
Þau eru einn fallegasti staður á landinu, ekki bara af því að þau eru í minni sveit. Í gær fórum við nokkur og gengum gljúfrin 16 km alls. Ég er mjög ánægð með að hafa farið þetta og ekki bara ég heldur gekk mamma þetta líka að verða 65 ára, hún er sko hetjan.
Það eru bara 27 dagar þangað til við förum til Ítalíu og ég hlakka rosalega til. Þetta verður bara frábært, sól og hiti í stað allra lægðanna sem koma venjulega í sept, því að ég er yfirleitt mjög slæm í skrokknum þegar lægðirnar koma hver á fætur annarri.
Örvar minn er í Eyjum á þjóðhátíð og vonandi skemmtir hann sér vel, ég man eftir hvað það var gaman þegar ég fór ( fyrir 18 árum síðast) en samt hef ég náttla áhyggjur af honum, en ég meina ég er mamma hans og mér ber eiginlega að hafa áhyggjur
Læt þetta gott heita í bili..........hafið það gott.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.