29.7.2007 | 19:04
Heimur versnandi fer....
Það eru meiri ósköpin sem ganga á á þessu annars ágæta landi okkar. Maður heldur alltaf að við séum svo góð og ekkert slæmt gerist hér, þetta eru mjög sorglegir atburðir og margir sem eiga um sárt að binda, fyrst að ég er í sjokki þá get ég ímyndað mér hvernig aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir miklu áfalli líður. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína.
Ég fór í dag ásamt stelpunum og eiginmanni í útimessu og fórum síðan í góðan göngutúr í framhaldi af því, svo fórum við á nýtt kaffihús hér í sveit og fengum okkur verðskuldað kakó og köku. Næstu helgi ætlum við að ganga Laxárgljúfur, þarf að leggjast á bæn og biðja um gott veður, annars er allt nema hávaða rok og lárétt rigning í góðu lagi. Vonandi komast sem flestir með, bara að láta vita í tíma til að redda fari uppeftir.
Annars er allt í góðu gengi, fer í sund og að ganga og reyni að horfa á björtu hliðarnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.