sóðaskapur...

Verð að æsa mig aðeins.......

Þegar við vorum að njóta náttúrunnar um helgina, og í annan tíma reyndar, stakk mig mjög sóðaskapur fólks.  Hvar sem við fórum var rusl, tómar safafernur, bréf utan af sælgæti, gosflöskur og sígarrettu stubbar,  ég er nokkuð viss um að þetta voru ekki börnin heldur fullorðna fólkið sem skildu þetta eftir ( amk stubbanaAngry).

Ég geng mikið á reiðvegum og tek eftir því að það er mikið af bjórdósum og gosflöskum, ef að fólk getur tekið þetta fullt með sér, af hverju getur það ekki tekið það með sér tómt!!!Angry

Mér finnst við ekki bera næga virðingu fyrir náttúrunni,  það eru ekki bara einhverjir hólar upp á fjöllum sem skipta máli heldur það sem er okkur nær, hvar eru umhverfissinnarnir þegar ruslið er annars vegar.

Hef þetta gott í biliWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband