3.7.2007 | 09:08
Bara leti...
Það er nú ekkert annað en leti sem kemur í veg fyrir að ég bloggi, ég er bara að dunda mér í hinu og þessu.
Sonur minn varð 17 ára á sunnudaginn, mér finnast ekki komin 17 ár síðan ég átti hann, mér finnst ég ekki nógu gömul til að eiga svona gamlan strák. Hann er örugglega eitthvað að villa á sér heimilidir því hann er bara 10 ára
( soldið stór eftir aldri en hvað með það).
Ég fékk svo skemmtilegt símtal í gær, svilkona mín var að segja mér að vinkona hennar hefði haldið að maðurinn minn væri kominn með viðhald! En það var víst bara ég, bæði búin að grennast og eins og hún orðaði það: búin að draga frá. Hún sagði að það væri búið að birta svo mikið yfir mér
Það er ekkert verið að flækja hlutina hér, viðhaldið og eiginkonan í einni og sömu konunni. Það er alltaf gaman að heyra svona.
Hrós.... mér finnst fólk hrósa alltof lítið, (ég er ekki að meina mér) almennt talað þá er fólk miklu fúsara til að finna að fólki heldur en að hrósa því. Hrós getur haft mikil áhrif, það getur alveg bjargað deginum fyrir mann ef manni er hrósað. Svo þarf maður líka að geta tekið hrósi, það er ekkert gaman að hrósa einhverjum sem ekki getur tekið því heldur mótmælir og dregur úr, maður á að taka við hrósinu með brosi á vör því að maður á það örugglega skilið.
Jæja nú ætla ég að fara að pakka eldri dótturinni niður, hún er að fara á morgun En það verður rosa gaman hjá henni.
Hafið það gott og hrósið einhverjum í dag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.