I´m back....

Jæja þá er ég komin aftur úr skuggunum þar sem eina hugsunin er að enda þetta annars ágæta líf ( finnst mér núna).  En ég má þakka fyrir það að þetta eru nokkrir vondir dagar svo eru allir hinir góðir en fyrir 2 árum síðan voru allir dagar vondir nema það komu einn og einn góður, svo að ég hef ýmislegt að þakka fyrir. 

Takk fyrir kommentin stelpur, alltaf gott að fá hvatninguSmile

Er núna komin aftur á útopnu í öllu, að ganga, synda, mála pallinn og hugsa um allan matinn sem mig langar íBlush.

Eldri stelpan mín er á reiðnámskeiði og er búin að vera frá því á mánudag og við eigum að sækja hana í dag og ég hlakka þvílíkt til, hvernig verð ég þegar hún fer til útlanda í þrjár vikurFootinMouth??

Strákurinn minn er að verða 17 ára og bílprófið því á næsta leytiFrown, ég vona bara að hann sýni sinn innri mann og geri enga vitleysu undir stýri.Halo

jæja hef þetta ekki lengra í bili, hafið það gottKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband