of fljót að fagna.....

Ég hef það ekki nógu gott þessa stundina,  mér líður eins og ég sé í kafi og nái ekki andanum,  það hefur dregið fyrir sólina og á hverri  sekúndu þarf ég að taka mig á, muna eftir hvað fjölskylda mín þarf að ganga í gegnum þegar mér líður illa þá líður þeim verr því að ég er hrikalega erfið þegar ég er í þessum ham.

Og það þýðir ekki að segja: hresstu þig við eða hristu þetta af þér, ekki er sagt við sykursjúka manneskju að hrista þetta af sér eða þetta líður hjá.  Vissulega reynir maður að vera glaður og hress en það er frekar mikið erfitt þegar eina hugsun manns er að leggjast upp í rúm og sofna og vona bara að maður vakni ekki aftur.  Það má líta þunglyndi sömu augum og sykursýki, það er sjúkdómur sem liggur í dvala með hjálp lyfja en þegar köstin koma geta þau verið lífshættuleg, þannig að þegar er tekið létt á þunglyndi þegar það er í virkum fasa er kæruleysi líkt og að taka sykurfall sykursjúkrar manneskju sem einhvern léttvægan hlut.

Mikil ósköp, ég lít út fyrir að vera í lagi, út í frá eða ef það koma gestir, það fær enginn að sjá hvernig þunglyndið gagntekur mig nema þeir sem síst ættu að kenna á því, fjölskylda mín.

Fjölskyldan mín, maðurinn minn og börnin eru kletturinn í lífi mínu, ef það væri ekki fyrir þau þá væri ég ekki hér. 

En í bili ætla ég að hugsa um hvert augnablik fyrir sig og komast aftur í ljósið og sólina sem skín hvernig sem manni líður, alla vega þessa stundina.

Hafið það gott......ég ætla að reyna það.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Leiðinlegt að heyra að þér líður ekki vel ! Við þurfum endilega að reyna að hittast við tækifæri

Ólöf , 20.6.2007 kl. 20:43

2 identicon

Sæl Jóna.

Leiðinlegt að heyra að þér líði ekki nógu vel. Vona svo innilega að þú náir að nýta þér eitthvað af því sem þú hefur lært í gegnum tíðina til að ná þér á strik. Það er svo erfitt að líða svona illa, þekki það af eigin raun.

En þú ert rosalega dugleg og ég er viss um að það byrtir fljótlega til hjá þér.

Kærleikskveðja, Sibba.

Sibba (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband