það birtir alltaf upp um síðir.

Jæja, þá er maður komin sólarmegin aftur í lífið, púkinn minn lagði mig að velli í nokkra daga en ég vann þessa lotu svo að ég er hin sprækasta aftur.  Raunar held ég að maður hafi bara gott af því að berjast við púkann, maður verður svo óskaplega glaður þegar maður er búin að vinna hann og kominn aftur í ljósið og sólinaSmile.  Ég er allavega yfirmáta hamingjusöm með lífið og tilveruna í dag.

Ég er búin (eiginlega alveg) að kaupa mér hestTounge, svo að nú er ég HESTAMAÐUR/KONALoL.  Ég fékk lánaða alveg dásamlega meri sem er alveg yndisleg, núna förum við mæðgur í útreiðatúra, það er rosalega gaman.

Ég er með svo mikið á dagskránni að mér endist ekki dagurinn til að gera allt sem ég ætla mér að gera, ég reyni að halda heimilinu þokkalegu, reyni að gera eitthvað gagn í minkunum, fer í gönguferð ( minnst klst á dag), fer á hestbak, reyni að fara í sund, kannski verð ég að fá mér auka tíma í sólarhringinn eða bara skipuleggja mig betur.

Ég læt þetta duga í bili, hafið það sem bestKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Gott að sjá blogg frá þér aftur og að þú ert spræk   Og til hamingju með hestinn

Ólöf , 14.6.2007 kl. 20:51

2 identicon

Púkinn er bara góður að því leiti að án hans vissi maður ekki hve gott maður hefur það í dag :) Á meðan að púkinn fær ekki að sitja á öxlinni nema allra mest nokkra daga á margra vikna og jafnvel mánaða fresti þá er þetta í sómanum :)

Öll eigum við nefnilega okkar púkadaga og þarf ekkert að skammast okkar fyrir það eða fara að rífa mann niður fyrir það. 

Dísa (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband