6.6.2007 | 09:15
Sumar og sól??
Auglýsi hér með eftir sumrinu og sólinni, fundarlaun í boði
Maður er orðinn soldið þreyttur á rokinu, en maður verður að hugsa jákvætt, það er hressandi að berjast á móti rokinu og heyra í Tjaldinum vera að tapa sér yfir því að maður sé kominn of nálægt hreiðrinu hans. Allt er komið af stað grasið, tréin, blómin og mann hlakkar til að komast út í náttúruna.
Maður er sko ekki einn þegar maður á hund til að labba með. Ég fór í smá glæfraför um daginn, þar sem maður þurfti virkilega að klöngrast yfir kletta og skriður og hundurinn minn kom með mér, hann fór allt sem ég fór og ef hann komst ekki sömu leið og ég hætti hann ekki fyrr en hann fann leið, hann fór stundum á undan mér til að athuga hvort það væri óhætt að fara þessa leið og hann snéri við og beið eftir mér ef ég átti í einhverjum erfiðleikum með að komast áfram, það er gott að eiga góðan hund
Ég hef það bara mjög gott, fer út að ganga og í sund, reyni þess á milli að þykjast gera gagn, er að sauma teppi, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár svo að ég er að rifja það upp sem er mjög gaman.
Ég hlakka til næsta dags og ég held að það sé það sem máli skiptir
Athugasemdir
Ég er sammála þér með veðrið það væri nú alveg kominn tími á að fá smá gott veður og sól
Ólöf , 6.6.2007 kl. 16:03
Gott væri ef maður gæti bara flutt inn sól haaaaaaaaa
Unnur R. H., 7.6.2007 kl. 11:14
Sæl Jóna mín
jú jú sólin er kominn
alla vega var hún í dalnum dásamlega um helgin
vorum að tjalda og slá og svoleiðis vorverkin sem sagt
kveðja Inga og co
Inga (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:08
Ég held að sólin sé búin að skína hérna eitthvað síðustu daga...enda er ég búin að liggja í rúminu veik þannig að þar sem ég er að lagast og ætla mér á fætur á morgun þá reikna ég svona passlega með því að sólin láti sig hverfa um leið
Sjáumst á laugardaginn...
Fríður Sæmundsdóttir, 13.6.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.