28.5.2007 | 12:36
skrýtin....
Ég er stórskrýtin í dag, já meira skrýtin en venjulega Ég ætlaði að vera með í gönguklúbbi en mitt þol er ekki svo gott að ég geti gengið á fjöll ( verð lafmóð ef ég labba upp brekku
þrátt fyrir að hafa markvisst reynt að auka þolið) en mig laaaangar svoooo að ganga á fjöll og er þessa stundina að rífa sjálfa mig niður fyrir aumingjaskapinn
ég veit að ég er ekki sanngjörn gagnvart sjálfri mér en púkinn á öxlinni er ansi hávær svo að ég er frekar niðurdregin þessa stundina. Ég er að reyna að segja mér að kannski er ég bara of óþolinmóð, þetta eigi allt eftir að koma, það taki bara tíma, en ég vil að það gangi NÚNA. En jæja ég hlýt að geta þetta einhvern tíman, þarf bara að læra að gefa sjálfri mér smá kredit, ekki einblína á fjallaleysið heldur þá staðreynd að ég labbaði 13 km í gær ( fyrir hádegi
)
Set Hvannadalshnjúk í salt, held áfram í brekkunum í kringum mig þetta hlýtur allt að koma
Seinna............
Athugasemdir
Púkarnir á öxlunum geta stundum verið erfiðir ! En þetta kemur allt, þarft bara að vera þolinmóð
og þú ert nú ekkert smá dugleg að labba nú þegar !!! Ég vildi að ég gæti sagt það sama !
Ólöf , 28.5.2007 kl. 16:52
Hvaða geðvonska er þetta
fyrir ári hefðir þú haldið mig ljúga ef ég hefði sagt þér hvað þú værir spræk í dag!!!
Og ég ætla EKKI að segja þér hvað þú verður orðin mikin ofurkona eftir aðra 12 mánuði!! (þú mundir hvort eð er ekki trúa mér
)
Kveðja
Unnur (sem hjólaði á Þingvöll síðasta föstudag)
Unnur Guðlaugsdóttiir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 08:26
Dúllan mín bara að prófa sig áfram
Haltu bara áfram
kv unns
Unnur R. H., 29.5.2007 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.