Geðlyf.........

Núna undanfarið hefur fólk farið mikinn í því að setja út á geðlyfin, þau eru í einhverjum mæli rangt notuð, ég get alveg tekið undir það, en það má ekki gleyma öllum þeim sem þau hjálpa.  Geðlyfin hafa breytt mínu lífi, alveg gersamlega, þegar minn kokteill var fundinn, ég fór um svipað leyti á félgsfælninámskeið sem hjálpaði enn meira til. 

Einu sinni var sagt við mig, "Þegar ég er þunglynd fer ég bara að ryksuga og þá er allt í lagi".  Það dettur ekki nokkurri manneskju sem er illa haldin af þunglyndi að ryksuga! Bara ekki!  Kannski er þetta viðhorf alltof útbreytt:" þetta er bara aumingjaskapur og hristu þetta af þér", ef að það væri bara svo auðvelt, þá væri ég ekki að éta þessi geðlyf, maður er að leita eftir einhverri lækningu og vill grípa það sem gefst, læknar vilja gera allt, alla vega minn læknir, fyrir sjúklingana sína og þá er gripið til geðlyfja. 

Það er reyndar alveg rétt að það þýðir ekki bara að gefa lyf heldur þarf meira. einhverja meðferð sem er sniðin að þörfum hvers og eins.  Það vantar meira framboð af meðferð, því að ekki vilja né geta allir gert það sama.

Mesti gallinn við lyfin er ef til vill sá að fólk bíður eftir að lyfin virki en gera ekkert sjálft, maður verður að vinna með lyfjunum.

Ég hef á undanförnum 10 árum þyngst um 40 kg og búin að reyna allt mögulegt og ómögulegt reyndar líka til þess að léttast.  Það var ekki fyrr en sálin mín var komin í lag að ég gat tekið á þyngdinni, síðan í október hef ég lést um 27 kg.  Ég þori hér um bil að fullyrða að ef ég væri ekki á þessum lyfjum væri ég ekki á lífi, ekki að springa úr hamingju vegna þess að það er svo rooooosalega gaman að lifa

En ég hef það annars bara gott..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær árangur hjá þér og þessi pistill þinn svo sannur   Til hamingju með árangurinn og lífið allt - yndislegt að heyra að þér líður vel

Dísa (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:32

2 identicon

Frábært að lesa pistilinn þinn. Þetta er einmitt málið . Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:43

3 identicon

Frábært að lesa þennan pistil hjá þér Jóna. Það er rosalega vont þegar umræðan í þjóðfélaginu verður svo neikvæð út í lyfjanotkun og þá sérstaklega geðlyf að fólk sem þarf á þeim að halda þorir ekki að nota þau eða ráfæra sig við lækna vegna fordóma í þjóðfélaginu. 

Gott að heyra að þér líða vel og að lífið brosi við þér. Þannig er það líka nú orðið hjá mér, þökk sé lyfjum og öllu öðru sem í boði er :-)

Kv. Sibba 

Sibba (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:18

4 Smámynd: Unnur R. H.

Heirðu alveg eins og talað frá mínu hjarta. Ég er búin að basla við þunglyndi síðan ég var mjög ung og það var ekki fyrr en núna í jan semlyfin mín voru fundin og er ég líka í meðferð til sjálfshjálpar með Þetta kemur nefnilega ekki bara með því að taka pillur.. Og til hamingju með öll kílóin sem hafa fokið er einmitt að að byrja að takast á við þau sjálf

gangi þér bara allt í lukku

kv unns 

Unnur R. H., 23.5.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Knús á þig yndislegust

djö væri ég til í að vera nærri þér svo þú gætir dregið mig út að labba...

kv. Fríður

Fríður Sæmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 18:02

6 identicon

 Sæl Dúlla

Já þú ert frábær 27 kg ekkert smá dugleg æðislegt    

En með lyfin þau eru mjög fín fyrir þá sem þurfa að nota þau og fólk er oftast með fordóma Jóna mín þegar það er fáfrótt og veit ekkert um hvað það er að tala  . Þannig er þetta víst og breytist seint held ég því miður . En mér finnst þetta samt hafa smá lagast eftir að Sigursteinn kom , en ekki nærri nó .

En hvað um það við skulum bara njóta hamingjunnar enda heitir síðan þín það ekki að ástæðu lausu er það     

kær kveðja úr dalumdásamlega

kv Inga

Inga (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband