16.5.2007 | 15:45
Josh Groban.........bara æði.....
Þessi dásamlegi eiginmaður minn gaf mér miða á Josh Groban og þetta eru laaaaannnnggggg bestu og flottustu tónleikar sem ég hef farið á. Þegar hann lauk tónleikunum með "You raise me up" þá táraðist mín bara. Alveg dásamlegt bara alveg!
Ég fór í göngutúr áðan og það var úðarigning en svo æðislegt veður þrátt fyrir það, allt ilmaði svo vel, grasið, tréin og mosinn, þetta er æðislegur árstími, allt að lifna og fæðas, fuglasöngurinn allt í kring og hlusta á Josh Groban í Ipodinum, það verður varla betra
Það styttist óðfluga í bekkjarmótið, bryð 100gr af róandi og eina vískýflösku með, nei,nei mesta tilhlökkunin er að hitta Löllu vinkonu og sjá alla hina aftur. Neita því samt ekki að kvíðinn er farinn að gera vart við sig, en þetta verður bara gaman. ( Hugsa bara um Josh, þá er allt í góðu)
Læt þetta duga í bili................
Athugasemdir
Get trúað að tónleikarnir hafi verið flottir ! Þekki reyndar ekki mörg lög með Josh Groban en "you raise me up" er bara frábært !! Bekkjarmótið verður bara skemmtilegt, það eru ansi margir þarna sem ég hef ekki séð síðan í GSS
Hittumst hressar og kátar á laugardaginn 
Ólöf , 16.5.2007 kl. 20:32
Vvvvvvvvá Josh Groban
en æði það hefur örugglega veiðið æðislegt að fara á þessa tónleika
Mmmm mig langaði einmitt svo æðislega en nennti ekki ein
Ekkert smá sætur kall sem þú átt he he
Þú spurðir hvort þú mættir ekki eiga von á okkur bráðlega
Jú í júni er svo bissí í maí landsþing Landsbjargar um helgina svo norður svo kemur sveitin
hlakka alveg rosalega til
kær kveðja IngaInga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.